Eins Og Skepnan Deyr.

from by Aeterna

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes high-quality download in MP3, FLAC and more. Paying supporters also get unlimited streaming via the free Bandcamp app.

      name your price

     

about

Music : Magni Freyr Þórisson
Lyrics : Örvar Ingi Óttarsson

lyrics

Þegar á dag okkar líður,
við rotnandi grunn hins ósnertanlega.
Þið eruð öll blind fyrir stjaka sem rekinn
er í hjarta alls þess sem er.

Starir hún niður,
visnuð og sviðin.
Hjálparþurfi,
réttið út hönd,
hrækt er í andlit
og bent ykkur burtu.
Beygð undir skepnu sem neitar að deyja.

Vaknaðu.
Finndu þefinn af því sem þú mokar.
Sjáðu eigandann sem þrælar úr þér allt líf.
Þú fæðist, ert merktur, til drottnarans seldur.
Rógur um frelsi berð með þér allt líf.

Það er ekki nóg að kvarta og kveina,
lýsa yfir ósætti og bölva og meina.
Breytingin kemur ekki að innan,
krossfestum alvaldið, brennum það mein.

Hún liggur yfir öllu sem ský,
hégómafullir, styðja hana blint á ný.
Jakkafatakakkalakkar,
hengjum þá alla.

Of seint gæti verið að breyta okkar stefnu,
of seint gæti verið að rétta úr stofni.
Ekkert er gert nema á síðustu stundu,
ekkert þið lærið af reynslunni.

Nálykt rekur frá sjálfstæðum vilja.
Frelsi einstaklingsins andvana fæðist.
Heilaþvegni skítalýður,
stýrið sökkvandi skipi í land.

Við erum bara skepnur.
Sprottin úr jörðinni, eins og allt annað.
Við erum ekki betri en restin,
með tímanum hverfum, eins og allt annað.

Plágan sem kölluð er mannkyn,
egósentrísk sníkjudýr.
Fyrir allt það sem gott er, þau þurfa að hverfa.
Dauði þeirra kemur að innan.

Eins og skepnan deyr, deyjum við.
Eins og skepnan deyr, deyjum við.
Eins og skepnan deyr.
Eins og skepnan deyr, deyjum við.
Eins og skepnan deyr, deyjum við.
Eins og skepnan deyr.

credits

from Eschaton, released September 7, 2014

tags

license

all rights reserved

about

Aeterna Reykjavik, Iceland

contact / help

Contact Aeterna

Streaming and
Download help